Rússneskir hermenn fangaðir

Vyacheslav Gladkov svaraði samtökunum með myndbandi.
Vyacheslav Gladkov svaraði samtökunum með myndbandi. AFP/Olga Maltseva

Samtökin Russian Volunteer Corps, sem eru andsnúin rússneskum stjórnvöldum, segjast hafa tekið nokkra rússneska hermenn fanga í borginni Belgorod, sem er nálægt landamærum Rússlands að Úkraínu.

BBC greinir frá.

Í myndbandi sem deilt hefur verið á netinu skorar leiðtogi samtakanna á Vyacheslav Gladkov, ríkisstjóra í Belgorod, til að hitta sig. Í staðinn segir hann að tveir fangar verði látnir lausir. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Gladkov svarði samtökunum og samþykkti að hitta þá. Nú segja samtökin hins vegar að Gladkov hafi hætt við.

mbl.is