Tveggja ára stúlka fórst í árásinni

Slökkviliðsmaður að störfum vegna loftárásar sem var gerð á Dnípró …
Slökkviliðsmaður að störfum vegna loftárásar sem var gerð á Dnípró í lok maí. AFP/Vitalii Matokha

Tveggja ára stúlka fórst og 22 særðust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Dnípró í gærkvöldi.

Tvær tveggja hæða byggingar eyðilögðust að hluta til í árásinni, auk tíu heimila, verslunar og gasleiðslu, að sögn ríkisstjórans Serhiy Lysak.

„Í nótt var lík stúlku dregið undan rústum húss í hverfinu Pidhorodnenska,” sagði hann. „Hún var nýorðin tveggja ára.”

Fimm börn til viðbótar eru á meðal þeirra sem særðust, bætti hann við.

Volodimír Selenskí.
Volodimír Selenskí. AFP/Sergei Supinsky

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði Rússa hafa ráðist á borgina og bætti við að fleira fólk væri fast undir rústunum.

„Enn og aftur sannar Rússland að það er hryðjuverkaríki. Rússar munu þurfa að sæta ábyrgð fyrir allt sem þeir hafa framið gegn ríki okkar og fólkinu,” sagði Selenskí.

mbl.is