Týndu þorpin í Sahara-eyðimörkinni

Kynslóðir ferðalanga hafa furðað sig á virkjunum.
Kynslóðir ferðalanga hafa furðað sig á virkjunum. AFP/Souleymane Ag Anara

Í Sahara-eyðimörkinni í Níger í Afríku finnast yfirgefin víggirt þorp úr salti og leir. Spurningum um hver byggði þorpin og hvers vegna hefur aldrei verið svarað. Hvað þá hvers vegna þau voru yfirgefin.

Þorpin eru í bænum Djado í borginni Chirfa í eyðimörkinni í norðausturhluta Níger. Djado hefur verið á bráðabirgðalista yfir heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 2006.

Kynslóðir ferðalanga hafa furðað sig á virkjunum, varðturnum, leynilegum göngum og brunnum. Enginn fornleifauppgröftur hefur verið gerður sem gæti útskýrt uppruna þorpanna, eða vísindalegar aldursgreiningar.

Enginn fornleifauppgröftur hefur verið gerður.
Enginn fornleifauppgröftur hefur verið gerður. AFP/Souleymane Ag Anara

Margar eyður í sögunni

Koma fyrstu Evrópubúanna snemma á tuttugustu öld markaði upphafið að endalokum víggirtu þorpanna sem vörn gegn innrásarher. Franski herinn tók yfir svæðið árið 1923.

Í viðtali við AFP-fréttastofuna segir borgarstjóri Chirfa, Sidi Aba Laouel, að margar eyður séu að finna í byggðarsögunni.

Yfirgefnu þorpin í Djado.
Yfirgefnu þorpin í Djado. AFP/Souleymane Ag Anara

Borgarstjórinn vísar til gamalla ljósrita í skáp sínum af verki eftir Albert le Rouvreur, fransks herforingja á nýlendutímanum í Chirfa, sem reyndi án árangurs að varpa ljósi á uppruna þorpanna.

„Meira að segja afar okkar vissu það ekki. Við héldum ekki skrár,“ segir Kiari Kelaoui Abari Chegou, leiðtogi Kanuri-ættbálksins, við AFP. Ættbálkurinn settist að á svæðinu einhvern tímann á milli 13. og 15. aldar.

Borgarstjóri Chirfa segir margar eyður vera í byggðarsögunni.
Borgarstjóri Chirfa segir margar eyður vera í byggðarsögunni. AFP/Souleymane Ag Anara
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert