Flugferðir aldrei fleiri

Rýmkað ferðafrelsi í Kína hefur áhrif á fjölda flugfarþega.
Rýmkað ferðafrelsi í Kína hefur áhrif á fjölda flugfarþega. AFP

Flugiðnaðurinn á heimsvísu hefur rétt hressilega úr kútnum eftir mikla niðursveiflu í kjölfar heimsfaraldursins. Búist er að flugfarþegar ársins 2023 telji 4,35 milljarða og nálgast því met það er slegið var árið 2019, stuttu áður en faraldurinn skall á.

Alþjóðasambandi flugfélaga (IATA) spáir nú heildarhagnaði félaga sem nemur 9,8 milljörðum bandaríkjadala, sem er helmingi hærra en áður var spáð. Til grundvallar nýju mati skiptir mestu að kínversk stjórnvöld hafa aflétt ströngum smitvarnarlögum sínum og rýmkað ferðafrelsi.

Enn mikil ferðagleði

Ársfundur IATA hófst í gær í Istanbúl í Tyrklandi og þar kom fram að kostnaður vegna eldsneytis og verðbólgu sé sannarlega hár, en hafi þó lækkað nokkuð á fyrri helmingi þessa árs. Svo virðist sem að óvissa í efnahagsmálum hafi ekki dregið úr ferðagleði manna, jafnvel þótt flugmiðar hafi hækkað töluvert í verði vegna hærri eldsneytiskostnaðar.

Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna.
Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Ljósmynd/Aðsend
Löggumynd - lögregla
Löggumynd - lögregla Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert