Sex slösuðust þegar bíl var ekið á mannfjölda

Svissneska borgin Fribourg.
Svissneska borgin Fribourg. Ljósmynd/Wikipedia.org

Fimm börn og ein kona slösuðust þegar bíl var fyrir mistök ekið inn í hóp fólks sem hafði safnast saman á skotíþróttahátíð í Sviss.

Kona sem leitaði örvæntingafull hjálpar vegna barns sem hafði slasast ók inn í hópinn í Fribourg í vesturhluta landsins.

„Fyrstu upplýsingar benda til þess að ökumaðurinn hafi farið inn á torg þar sem hátíðin fór fram með barn í bílnum sem hafði slasast,” sagði lögreglan í yfirlýsingu.

Ökumaðurinn, sem slapp við meiðsli, var fluttur á slysadeild til skýrslutöku.  

mbl.is