Stíflan sögð hafa verið sprengd upp

Vatn úr uppistöðulóninu sést hér flæða í Dnípró-fljótið.
Vatn úr uppistöðulóninu sést hér flæða í Dnípró-fljótið. Skjáskot/Twitter

Nova Kakhovka-stíflan í Kerson-héraði virðist hafa brostið fyrr í nótt. Er talið að hún hafi verið sprengd í loft upp, en ekki er vitað af hverjum á þessari stundu.

Rússneskir herbloggarar sökuðu Úkraínumenn fyrr í kvöld um að hafa sprengt upp stífluna, þar sem vatnið úr uppistöðulóni hennar muni frekar flæða yfir þær stöður sem Rússar hafi komið sér upp á austurbökkum Dnípró-fljótsins í Kerson-héraði.

Úkraínumenn saka á móti Rússa um að hafa sprengt stífluna til þess að hefta mögulegt strandhögg yfir fljótið. Þá muni vatnið úr stíflunni valda víðtækum flóðum sem helst muni bitna á óbreyttum úkraínskum borgurum á rússneska hernámssvæðinu.

Rússar sökuðu Úkraínumenn í október um að vera með í bígerð að sprengja upp stífluna, og þvertóku þá úkraínsk stjórnvöld fyrir það og sögðu ásökunina sýna að Rússar sjálfir hygðust sprengja stífluna í loft upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert