Volodimír Selenskí Úkraínuforseti deildi í morgun myndskeiði af stíflunni Kakhovka í Kerson-héraði á Telegram-síðu sinni.
Þar sést hvernig vatn flæðir úr uppistöðulóninu í gegnum stífluna.
Úkraínski herinn sakar Rússa um að hafa sprengt upp stífluna sem er í suðurhluta Úkraínu.
Um 16 þúsund manns var í morgun gert að yfirgefa heimili sín í þó nokkrum þorpum í Kerson-héraði vegna flóða eftir að stíflan var eyðilögð að hluta til.