Yfirmaður Wagner gerir lítið úr árangri Rússa

Prigó­sjín fer ekki dult með skoðanir sínar á rússneska hernum.
Prigó­sjín fer ekki dult með skoðanir sínar á rússneska hernum. AFP

Jev­gení Prigó­sjín, yfirmaður málaliðahópsins Wagner, gerir enn lítið úr árangri rússneskra hersveita á vígvellinum í Úkraínu. Prigó­sjín sagði að fréttir frá rússneska hernum um að þeir hafi hrundið gagnárás Úkraínumanna vera „tóma óra“.

Slík ummæli koma lítið á óvart enda hefur Prigó­sjín verið mjög gagnrýninn á herstjórn Rússa. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagðist hafa fellt 1.500 úkraínska hermenn í suðurhluta Donetsk-héraðs. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekkert gefið út um þessar staðhæfingar, en Prigó­sjín telur þær stórlega ýktar.

Al Jazeera segir hann efast um að slíkt blóðbað hafi átt sér stað. Ef rússneski herinn sýndi slíka færni á vígvellinum þá „værum við búnir að eyða heiminum fimm sinnum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert