Tveir látnir eftir skotárás við útskrift

Lögreglan lagði hald á nokkrar skammbyssur á vettvangi. Mynd úr …
Lögreglan lagði hald á nokkrar skammbyssur á vettvangi. Mynd úr safni. AFP/Brian Blanco

Tveir voru drepnir og fimm særðir í skotárás í grennd við framhaldsskólaútskrift í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gær.

Árásin varð um fimmleytið að staðartíma fyrir utan leikhús í Richmond, höfuðborg ríkisins, þar sem nemendur úr framhaldsskóla fögnuðu útskrift.

Hinir látnu eru 18 ára nemandi og karlmaður á fertugsaldri. Af þeim fimm sem særðust er einn þungt haldinn.

Rick Edwards, lögreglustjóri hjá lögreglunni í Richmond, sagði mikla ringulreið hafa gripið um sig á vettvangi þegar skotárásin hófst. Fólk hafi hlaupið í allar áttir.

Sá grunaði er nítján ára og var handtekinn skömmu eftir að hann flúði vettvang.

Lögreglan hefur ekki gefið upplýsingar um mögulegar hvatir að baki árásinni en vitað er að sá grunaði þekkti að minnsta kosti eitt fórnarlambanna.

Lögreglan lagði hald á þó nokkrar skammbyssur á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert