Myndband: Dróni færir strönduðum dreng vatn

Drengurinn og fjölskylda hans, líkt og margir íbúar í Kerson-héraði, …
Drengurinn og fjölskylda hans, líkt og margir íbúar í Kerson-héraði, eru strand vegna flóða. Samsett mynd

Myndband í dreifingu í netheimum sýnir dróna færa ungum dreng vatnsflösku, en hann og fjölskylda hans, líkt og margir íbúar í Kerson-héraði, eru strand vegna flóða.

Sky News deildi myndbandinu á Twitter-reikningi sínum og má þar sjá drenginn klifra út um þakglugga til að taka á móti vatninu, en fjölskyldan virðist föst á efstu hæð hússins vegna hás vatnsyfirborðs. 

Hvorki Rússar né Úkraínumenn gangast við sprengingunni

Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi í héraðinu eftir að Kak­hovka-stífl­an var sprengd upp í gær með þeim af­leiðing­um að vatn flæddi inn í litla borg og yfir tugi þorpa. Ótt­ast er að vatns­yf­ir­borð muni hækka enn frek­ar.

Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa varað við því að eyðilegg­ing stífl­unn­ar muni hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir þúsund­ir manna. Ásak­an­ir um hver beri ábyrgð á árás­inni hafa gengið á víxl milli úkraínskra og rúss­neskra stjórn­valda. 

mbl.is