Myndband í dreifingu í netheimum sýnir dróna færa ungum dreng vatnsflösku, en hann og fjölskylda hans, líkt og margir íbúar í Kerson-héraði, eru strand vegna flóða.
In flood-stricken Ukraine, a drone operator delivers a bottle of water to a child stranded on the top floor of a building.
— Sky News (@SkyNews) June 8, 2023
Ukraine war latest: https://t.co/ZIJby4Fh0x pic.twitter.com/90x2dJupwM
Sky News deildi myndbandinu á Twitter-reikningi sínum og má þar sjá drenginn klifra út um þakglugga til að taka á móti vatninu, en fjölskyldan virðist föst á efstu hæð hússins vegna hás vatnsyfirborðs.
Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi í héraðinu eftir að Kakhovka-stíflan var sprengd upp í gær með þeim afleiðingum að vatn flæddi inn í litla borg og yfir tugi þorpa. Óttast er að vatnsyfirborð muni hækka enn frekar.
Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að eyðilegging stíflunnar muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þúsundir manna. Ásakanir um hver beri ábyrgð á árásinni hafa gengið á víxl milli úkraínskra og rússneskra stjórnvalda.