Yngsta fórnarlambið 22 mánaða

Hinn grunaði er sýrlenskur hælisleitandi á fertugsaldri.
Hinn grunaði er sýrlenskur hælisleitandi á fertugsaldri. AFP/Olivier Chassignole

Sýrlenskur hælisleitandi, sem grunaður er um að hafa stungið sex manns í borginni Annecy í Frakklandi í morgun, virðist ekki hafa ætlað að fremja hryðjuverk, að sögn saksóknara.

Fjögur börn eru meðal þeirra sem særðust í árásinni.

Line Bonnet-Mathis saksóknari greindi frá því í dag að eitt af þeim fjórum börnum sem særðust í árásinni sé aðeins 22 mánaða gamalt. Tvö voru tveggja ára og það elsta þriggja ára.

„Í nafni Jesú Krists“

Hinn grunaði er sýrlenskur hælisleitandi á fertugsaldri sem fékk stöðu hælisleitanda í Svíþjóð í apríl, að sögn lögreglu. Maðurinn var handtekinn á vettvangi.

Í myndskeiði sem AFP hefur undir höndum heyrist árásarmaðurinn segja „í nafni Jesú Krists“ tvisvar á ensku. Maðurinn var með kross þegar hann var handtekinn.

Tvö barnanna og sá fullorðni eru í lífshættu.

mbl.is