Tvö barnanna berjast fyrir lífi sínu

Ástand tveggja barna er enn metið alvarlegt.
Ástand tveggja barna er enn metið alvarlegt. AFP/Olivier Chassingnole

Tvö börn berjast enn fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Frakklandi. Þau voru stungin af manni í garði í Annecy í Frakklandi í gær. 

„Ástand tveggja barna er enn metið alvarlegt,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar, Oliver Veran, við franska miðla í dag, föstudag. Bætti hann við að þau hafi þurft að fara í aðgerð. 

Karlmaður stakk fjögur börn og tvo fullorðna á leikvelli í Annecy í gær. Börnin eru á bilinu 22 mánaða til 36 mánaða. 

Veran varaði við því að draga ályktanir um hinn grunaða, en sagt hefur verið að hann sé flóttamaður frá Sýrlandi. Ekki er vitað hvað gekk manninum til, en hann var handtekinn í gær.

Maðurinn, sem gefið hefur verið út að heiti Abdalmasih H, var hvorki undir áhrifum fíkniefna né áfengis. 

AFP hefur heimildir fyrir því að hann hafi verið kvæntur sænskri konu á fertugsaldri og búið í Svíþjóð um tíu ára skeið. Þau séu nú skilin en að í apríl hafi hann fengið umsókn sína um stöðu flóttamanns í Svíþjóð samþykkta. Hann hafi áður sótt um stöðu flóttamanns í Sviss, á Ítalíu og í Frakklandi. Umsókn hans í Frakklandi hafi verið hafnað síðastliðinn sunnudag á þeim grundvelli að umsókn hans hafi þegar verið samþykkt í Svíþjóð.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mun heimsækja fórnarlömb árásarinnar í dag. 

Fólk safnaðist saman við leikvöllinn í Annecy í gær og …
Fólk safnaðist saman við leikvöllinn í Annecy í gær og söng franska þjóðsönginn. AFP/Olivier Chassingnole
mbl.is