Fjögur börn fundin eftir 40 daga leit

Börnin fundust heil á húfi eftir 40 daga leit.
Börnin fundust heil á húfi eftir 40 daga leit. AFP/Forsetaembætti Kólumbíu

Fjögur börn sem leitað hafði verið í meira en mánuð fundust á lífi í gær í regnskógum Kólumbíu. Börnin eru systkini en þau lifðu af flugslys sem varð fyrir 40 dögum.

Börnin eru af Uitoto-ættbálknum og er eitt þeirra eins árs gamalt. Hin eru fjögurra, níu og þrettán ára. Þau höfðu ráfað ein í frumskóginum síðan 1. maí þegar lítil Cessna flugvél hrapaði.

Lík móður barnanna, ættingja og flugmannsins fundust á slysstað. Umfangsmikil leit hófst þá að börnunum þar sem 160 hermenn og 70 frumbyggjar tóku þátt.

Gustavo Petro, forseti landsins, fagnaði því að börnin hefðu fundist heil á húfi og sagði um gleðidag að ræða. Börnin eru veikburða, að sögn forsetans, og voru þau flutt á sjúkrahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert