Þrír fórust og 26 særðust í drónaárás

Úkraínskir hermenn.
Úkraínskir hermenn. AFP/Genya Savilov

Þrír fórust í eldsvoða sem kviknaði vegna drónaárásar í Ódessa-héraði í Úkraínu í morgun. Þá særðust 26 í árásinni, þar á meðal þrjú börn.

Loftvarnarsveitir Úkraínu eyðilögðu alla drónana, en hlutar úr þeim féllu á íbúðarhús sem varð til þess að eldur kviknaði.

Hinir látnu voru almennir borgarar.

„Um nóttina réðst óvinurinn á Ódessa-hérað með árásardrónum,“ sögðu yfirvöld héraðsins í yfirlýsingu og vísuðu til rúsnesskra hersveita.

Búið er að slökkva eldinn, en skemmdir urðu á nokkrum öðrum íbúðarhúsum í nágrenninu.

mbl.is