Unabomber látinn

Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1996.
Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1996. AFP

Ted Kaczynski, bandarískur hryðjuverkamaður sem er betur þekktur undir nafninu Unabomber, fannst látinn í fangaklefa sínum í morgun, 81 árs að aldri. 

Kaczynski myrti þrjá og slasaði 23 á árunum 1978 til 1995 með svokölluðum bréfasprengjum. Fyrir þetta var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1996. 

Undanfarið hafði borið á hrakandi heilsu hjá honum og er andlát hans talið tengjast því. 

Töluverður fjöldi heimildarmynda og þáttaraða hafa verið gerðar um Kaczynski, þar má nefna Netflix-þáttaröðina Unabomber. 

Stóran hluta fangelsisvistar sinnar varði Kaczynski í öryggisfangelsi í Colorado. Sat hann þar inni með fleiri þekktum glæpamönnum á borð við Ramzi Yousef, sem var ábyrgur fyrir sprengjuárás í World Trade Center árið 1993. 

mbl.is