Trump neitaði sök

Farið er að selja ýmiskonar varning með ljósmyndinni frægu sem …
Farið er að selja ýmiskonar varning með ljósmyndinni frægu sem tekin var af Trump í Fulton-fangelsinu og fanganúmerinu sem hann fékk. AFP

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mætti fyrir dóm í Georgíu í Bandaríkjunum þar sem hann neitaði ásökunum um að hann hefði skipulagt pólitískt samsæri til að snúa úrslitum forsetakosninganna sem fóru fram árið 2020 sér í vil. 

Trump valdi jafnframt að vera ekki viðstaddur fyrirtöku málsins sem fer fram næstkomandi miðvikudag. 

Í liðinni viku mætti hinn 77 ára gamli Trump í fangelsi í Atlanta þar sem hann verð fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem lét taka af sér ljósmynd í tengslum við sakamálið og nýjustu ákæruna, sem er alls í 13 liðum. 

Trump var veitt lausn gegn greiðslu 200.000 dala tryggingargjalds, sem jafngildir um 26 milljónum íslenskra króna, og hann fékk fanganúmerið PO1135809 í Fulton-fangelsinu. 

Hann er sakaður um að hafa, í slagtogi við 18 aðra einstaklinga, reynt að kollvarpa niðurstöðum forsetakosninganna fyrir þremur árum, þar sem hann beið ósigur fyrir Joe Biden. 

Frá því í apríl hefur Trump alls verið ákærður í fjórgang og er ljóst að hann mun hafa í nógu að snúast í dómsölum á nýju ári, auk þess sem hann stefnir að því að hljóta tilnefningu sem  forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember á næsta ári. 

mbl.is
Loka