Jill Biden með Covid-19

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna.
Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna. AFP

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, greindist með Covid-19 í gær. Að sögn talsmanna Hvíta hússins í Bandaríkjunum finnur Biden fyrir minniháttar einkennum. 

Forsetafrúin, sem er 72 ára gömul, er bólusett og hefur auk þess fengið viðbótarskammt af bóluefni. Hún dvelur nú á heimili sínu í Rehoboth Beach í Delaware. Hún var þar um helgina ásamt eiginmanni sínum, Joe Biden Bandaríkjaforseta.

Forsetinn tók einnig covid-próf og reyndust niðurstöðurnar neikvæðar. Hann hélt í kjölfarið til Washington í gærkvöldi, að því er fram kemur í erlendum fjölmiðlum. 

Talskona Bidens Bandaríkjaforseta segir að hann muni taka fleiri próf auk þess sem fylgst verður með heilsufari hins áttræða forseta. 

Það er þétt dagskrá fram undan hjá Joe Biden.
Það er þétt dagskrá fram undan hjá Joe Biden. AFP

Fram undan er þétt dagskrá hjá honum, en hann á að taka þátt á fundi G20-ríkjanna á Indlandi næsta fimmtudag. Á sunnudag mun hann síðan heimsækja Hanoi þar sem hann mun eiga viðræður með víetnömskum leiðtogum. 

Talsmenn forsetans segja að engar breytingar hafi verið gerðar á hans ferðatilhögun. 

mbl.is
Loka