Lifum nú þegar í dystópískri framtíð

Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðana segir þörf á bráðum aðgerðum …
Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðana segir þörf á bráðum aðgerðum í loftslagsmálum. AFP

„Við þurfum ekki frekari viðvaranir. Dystópíska framtíðin er nú þegar hér. Við þurfum bráðar aðgerðir strax,“ sagði Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Türk segir mannúðarkrísu ríkja vegna náttúruhamfara í kjölfar loftslagsbreytinga.

„Á undanförnum mánuðum hafa hinar ýmsu viðvaranir orðið að mannskæðum veruleika.“

Afneita raunverulegum afleiðingum

Türk talaði fyrir mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í morgun og að hafnaði þar rangfærslum sem hann segir á sveimi í þeim tilgangi að afneita raunverulegum afleiðingum loftslagsbreytinga.

Sagði Türk mörgum tólum beitt til að stuðla að upplýsingaóeirðu í þeim tilgangi að afneita þeirri ógn sem þegar sé orðin að veruleika, í þeim tilgangi að vernda hagsmuni rótgróinnar elítu sem ekki vilji gangast við vandanum. 

„Þurrkar, steikjandi hiti, mengun og vatnsbirgðir sem eru að þrotum …
„Þurrkar, steikjandi hiti, mengun og vatnsbirgðir sem eru að þrotum komnar, skapa nú hrjóstrug landssvæði þar sem ekkert stendur eftir nema ryk og rústir,“ AFP

Hungursneyð og hrjóstrug landssvæði

"Það stefnir í að hungursneyð muni hrjá milljónir manns vegna loftslagsbreytinga. Þær tortíma vonum tækifærum, heimilum og mannslífum.“ 

„Þurrkar, steikjandi hiti, mengun og vatnsbirgðir sem eru að þrotum komnar, skapa nú hrjóstrug landssvæði þar sem ekkert stendur eftir nema ryk og rústir,“ sagði Türk í ræðu sinni.

Ræðuna hélt hann í kjölfar þess að G20 löndin féllust á að styðja við markmið um að þrefalda græna orku fyrir árið 2030 um helgina, en tókst þó ekki að skuldbinda sig við að hætta framleiðslu á jarðefnaeldsneyti í áföngum.

Dauðsföll fólks á flótta hljóta litla athygli 

Sagði mannréttindastjórinn aukinn dauðföll flóttafólks fá litla sem enga athygli þrátt fyrir að fleiri og fleiri á flótta frá hörmungum, þar með töldum auknum afleiðingum loftslagsbreytinga. 

„Það er deginum ljósara að mun fleiri innflytjendur og flóttamenn deyja ósýnilegum dauða “ sagði Türk og benti á að 2.300 manns á flótta hefðu látist, það sem af er ári, í Miðjarðarhafinu. 

mbl.is