20 námumenn létu lífið

Frá slysstaðnum í Suður-Afríku
Frá slysstaðnum í Suður-Afríku Ljósmynd/facebook

Í það minnsta 20 starfsmenn námurisans De Beers létu lífið í umferðarslysi í Suður-Afríku í dag.

Rúta sem var að ferja starfsmenn frá Venetia-námunni, einni stærstu demantanámu landsins, lenti í árekstri við vörubifreið að sögn samgönguyfirvalda í Limpopo-héraði í norðurhluta landsins.

Slysið átti sér stað um 25 kílómetrum frá námunni í þorpinu Musian, á landamærum Botsvana og Simbabve. Tildrög slyssins eru ókunn.

mbl.is