Fjórtán manns létu lífið þegar flugvél hrapaði í Amazon-skóginum í Brasilíu í gær. Flugvélin hrapaði nálægt bænum Barcelos sem er vinsæll ferðamannastaður.
Um borð vélarinnar voru tólf farþegar og tveir meðlimir áhafnar. Að sögn stjórnvalda á svæðinu voru farþegarnir brasilískir karlmenn á leið í veiði.
Flugvélin var á leið frá borginni Manaus til Barcelos, sem er 90 mínútna flug.