Hafís aldrei mælst minni á Suðurskautinu

Hafís á Suðurskautinu hefur aldrei mælst minni.
Hafís á Suðurskautinu hefur aldrei mælst minni. mbl.is/RAX

Hafís umhverfis Suðurskautið hefur aldrei verið minni að vetri til, að því er ný gögn bandarísku rannsóknarstofnunarinnar National Snow and Ice Data Center leiðir í ljós. 

Hafís á Suðurskautinu mælist nú undir 17 milljónir ferkílómetrar, sem er 1,5 milljónum ferkílómetra minna en meðaltalið í september og vel undir mælingum fyrri vetra. 

„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Walter Meier sem hefur eftirlit með hafís hjá stofnuninni, í samtali við fréttastofu BBC

Varað hefur verið við því að hafís bráðni á Suðurskautinu þar sem svæðið sér um að jafna út hitastig jarðar með því að endurkasta sólarorku út í andrúmsloftið og stuðla að kaldari sjó. 

mbl.is