Bandarískur geimfari hefur slegið met í lengstu geimferð í sögu bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
ABC News greinir frá því að Frank Rubio hafi verið í Alþjóðlegu geimstöðinni síðan í september í fyrra, eða meira en 355 daga. Fyrra met átti geimfarinn Mark Vande Hei.
Rubio mun ekki koma til jarðar fyrr en 27. september og verður hann þá búinn að dvelja 371 dag í geimnum.
Hann verður þá fyrsti Bandaríkjamaðurinn og sjöundi jarðarbúinn til þess að dvelja í geimnum í meira en ár.
Rússinn Valerí Polyakov á heimsmetið en hann dvaldi 437 daga í geimnum.
Rússneska geimferjan Soyuz MS-22, með Rubio um borð, var skotið upp í september á síðasta árið. Dvölin átti þó einungis að vera sex mánuðir.
Í desember komu í ljós skemmdir á MS-22 eftir örloftsteina. Geimfararnir þurftu því að dvelja í Alþjóðlegu geimstöðinni í sex mánuði til viðbótar eða þar til önnur geimferja ferjar þá heim.
Astronaut Frank Rubio has just set a new U.S. spaceflight record, eclipsing the previous record of 355 consecutive days aboard the @Space_Station. This is now the single longest mission for any of our @NASA_Astronauts.
— NASA (@NASA) September 11, 2023
He is set to return to Earth on Sept. 27, when he will… pic.twitter.com/HfWslYlvkW