Lík tveggja Þjóðverja fundust við Mallorca

Gestir og heimamenn njóta sólarinnar á Mallorca. Mynd úr safni.
Gestir og heimamenn njóta sólarinnar á Mallorca. Mynd úr safni. AFP

Lík tveggja Þjóðverja, 53 ára gamals manns og 19 ára sonar hans, eru fundin eftir að bátur þeirra sökk á siglingu frá Menorca til Mallorca í Miðjarðarhafinu þann 27. ágúst.

Líkin fundust í fyrstu viku þessa mánaðar undan suðausturströnd Mallorca. Kennsl voru þó ekki borin á þau fyrr en nú, að sögn talsmanns spænsku lögreglunnar.

Illviðri gekk yfir Miðjarðarhafsströnd Spánar og Baleareyjarnar úti fyrir austurströnd landsins. Töluvert eignatjón hlaust af og flugsamgöngur röskuðust verulega.

mbl.is