Hugleiðir mánaðargjald fyrir notendur X

Elon Musk segir að verið sé að innleiða lágt mánaðargjald …
Elon Musk segir að verið sé að innleiða lágt mánaðargjald fyrir alla notendur X sem myndi vinna gegn „herjum af þjörkum“ á samfélagsmiðlinum. AFP/Nathan Howard

Elon Musk íhugar nú að setja mánaðargjald á notendur X, sem áður hét Twitter. Þetta kom fram í samtali Musks, sem er eigandi samfélagsmiðilsins, við forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, í gær.

Forsætisráðherrann spurði Musk hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að netþjarkar (e. bots) myndu vera notaðir til þess að breiða út hatursorðræðu á miðlinum X, og þá sérstaklega gegn gyðingum.

Elon Musk tjáði Netanyahu að unnið sé að því að innleiða lágt mánaðargjald fyrir alla notendur X sem myndi vinna gegn „herjum af þjörkum“ á samfélagsmiðlinum.

Sérfræðingar setja spurningarmerki við þessa röksemdarfærslu Musks, og segja að þetta myndi gera X enn minna spennandi á auglýsingamarkaði en það sé nú þegar, að því er segir í frétt AFP um málið.

mbl.is