Bretar gætu dregið úr skuldbindingum sínum

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands.
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. AFP/Alastair

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, íhugar að draga úr skuldbindingum ríkisstjórnar sinnar hvað varðar umhverfismál. Vill hann meina að landið eigi að kljást við loftslagsvandann á raunsærri máta.

Breska ríkisútvarpið segist hafa fjölda heimilda fyrir því að ráðherra íhugi meðal annars að fresta sölubanni á nýjum bensíntegundum og dísilbílum. Þá muni ráðherra tilkynna breytingarnar á komandi dögum.

Spurður út í þau meintu plön sagði ráðherra við BBC að ríkisstjórnin væri skuldbundin við það að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 en ætlaði að ná þeim markmiðum „í réttara hlutfalli“.

Stjórnmálamenn ekki hreinskilnir

„Í allt of mörg ár hafa stjórnmálamenn í ríkisstjórnum allra lita ekki verið hreinskilnir um kostnað og fórnarskipti. Í staðin hafa þeir farið auðveldu leiðina og sagt að við getur gert þetta allt.“

„Þetta raunsæi þýðir ekki að við munum missa áhugann eða bregðast skuldbindingum okkar. Langt því frá,“ segir hann og heldur áfram:

„Ég er stoltur af því að Bretland sé í broddi fylkingar í málefnum loftslagsbreytinga.“

Lætur engan upplýsingaleka stöðva sig

Bætir ráðherrann við að Bretland væri myndi enn standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar er varða málefnið.

„Enginn [upplýsinga-]leki mun stöðva mig í því að segja landinu hvernig og hvers vegna við þurfum að breytast,“ sagði hann.

Hann bætti svo við að hann myndi flytja ræðu seinna í vikunni til þess að kynna „mikilvæga langtímaákvörðun sem við þurfum að taka svo að landið okkar verði að stað sem ég veit að hann eigi að vera fyrir börnin okkar“.

mbl.is
Loka