Innkalla stóla eftir að barn missti framan af fingri

Fjórar gerðir stólanna eru innkallaðar.
Fjórar gerðir stólanna eru innkallaðar. Ljósmynd/Konsumentverket

Verslanakeðjan Dollarstore í Svíþjóð hefur innkallað fjórar gerðir sólstóla. Er innköllunin gefin út eftir að barn missti framan af fingri þegar sólstóll lagðist saman fyrir slysni.

Í tilkynningu frá sænsku neytendastofunni segir að stólana skorti læsingu til að koma í veg fyrir að þeir leggist saman með þessum hætti.

Dollarstore kveðst í tilkynningu taka öryggismál alvarlega þegar kemur að vöruúrvali sínu. Þess vegna hafi keðjan sjálf ákveðið að innkalla stólana.

mbl.is
Loka