Selenskí mættur í Hvíta húsið

Selenskí og Biden funda um hergagnapakka Bandaríkjamanna til Úkraínumanna.
Selenskí og Biden funda um hergagnapakka Bandaríkjamanna til Úkraínumanna. AFP/Saul Loeb

Volodymyr Selenskí Úkraínuforseti hitti Joe Biden Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu fyrir stundu.

Sagt er að umfang hergagnastuðnings Bandaríkjamanna til hersveita Úkraínu muni liggja fyrir eftir fundinn. Selenskí hefur sagt að heimsóknin sé afar mikilvæg fyrir framgang stríðsins við Rússa.

Biden hefur látið hafa eftir sér að stærstur hluti framlagsins að muni verða í formi loftvarna.

Á sama tíma bárust fregnir þess efnis í kvöld að Rússar hafi sett tímabundið bann á útflutning olíu og gass til að reyna að ná tökum á óróa á innlendum markaði.

Sagt er að með þessu sé komið í veg fyrir „gráan“ útflutning svokallaðan. Þar sem olía er seld til aðila sem ekki hafa fengið samþykki hjá stjórnvöldum.

mbl.is