Lík þekktasta listamanns Kólumbíu, Fernando Botero, hefur verið flutt til kólumbísku borgarinnar Bógótá frá Frakklandi.
Kólumbíumenn munu kveðja Botero næstu vikuna áður en hann verður lagður til hinstu hvílu í ítalska bænum Pietrasanta.
Botero var 91 árs gamall þegar hann lést í Mónakó í síðustu viku úr lungnabólgu.
Hann var kallaður „Picasso Suður-Ameríku” og bjó á ferli sínum til yfir 3.000 málverk og 300 skúlptúra.