Tveir látnir eftir skotárás á írskum bar í Svíþjóð

Skotárásin er ekki talin tengjast gengjastríði sem hefur geisað í …
Skotárásin er ekki talin tengjast gengjastríði sem hefur geisað í Stokkhólmi og Uppsölum. AFP

Tveir eru látnir og tveir særðir eftir skotbardaga á írskum bar í bænum Sandviken í Svíþjóð. Lögregla telur að annar hinna látnu hafi verið skotmarkið en hinir þrír hafi ekkert haft með málið að gera.

Sandviken er staðsett um 200 kílómetra norður af Stokkhólmi. Lögregla tjáir sig ekki um það hvort hinir særðu hafi verið starfsfólk eða gestir á staðnum.

Hinir látnu eru annars vegar á þrítugsaldri og hins vegar á áttræðisaldri.

Lögreglan hefur lýst eftir manni á þrítugsaldri í tengslum við skotárásina samkvæmt óstaðfestum fregnum frá Gefle Dagblad, en enginn hafði verið handtekinn síðdegis í dag.

Ekki hluti af gengjastríði 

Haft var eftir lögreglunni að talið sé að um hafi verið að ræða persónulegar erjur sem leiddu til skotárásarinnar.

Mestar líkur séu á því að hún tengist ekki gengjastríði sem hefur geisað í Svíþjóð undanfarið. 

mbl.is
Loka