Fyrrverandi forseti Ítalíu látinn

Giorgio Napolitano lést 98 ára að aldri.
Giorgio Napolitano lést 98 ára að aldri. AFP/Andreas Solaro

Giorgio Napolitano, fyrrverandi forseti Ítalíu, er látinn 98 ára að aldri. Hann er þaulsætnasti forseti í sögu Ítalíu en hann var forseti á árunum 2006 til 2015.

Í umfjöllun AFP kemur fram að Napolitano hafi verið þekktur fyrir hófsemi. Hann er talinn hafa tryggt stöðugleika á tímum langvarandi umróts í ítölskum stjórnmálum.

Fjölmargir hafa vottað honum virðingu sína og sent aðstandendum samúðarkveðjur eins og Georgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Frans páfi.

Núverandi forseti landsins, Sergio Mattarella, sagði Napolitano hafa leitt „mikilvæga baráttu fyrir félagslegri þróun, friði og framförum á Ítalíu og í Evrópu“.

Fæddist á tímum Mussolinis

Napolitano fæddist árið 1925 undir fasistastjórn Benito Mussolinis og gekk til liðs við andspyrnuhreyfingu kommúnista 17 ára gamall áður en hann gekk til liðs við Kommúnistaflokkinn árið 1945. Hann var kjörinn á þing árið 1953. 

Eftir upplausn kommúnistaflokksins komst Napolitano á toppinn í ítölskum stjórnmálum með Lýðræðisflokki vinstrimanna.

mbl.is
Loka