Sænska hraðbrautin E6 norðan við Gautaborg fór í sundur í nótt vegna jarðsigs með þeim afleiðingum að þrír slösuðust.
Um 14.000 fermetra svæði varð fyrir áhrifum af þessu jarðsigi sem átti sér stað rétt fyrir klukkan 4 í nótt að íslenskum tíma, nærri Stenungsund í Svíþjóð.
Í frétt sænska ríkisútvarpsins kemur fram að meiðsli þeirra slösuðu séu minniháttar en að nokkrum bílum hafi verið keyrt í holuna sem myndaðist við jarðsigið.
Ýmis mannvirki á svæðinu hafa orðið fyrir skemmdum, en ekki er þó vitað nákvæmlega hvert umfang skemdanna er.