Stærsta sýnið af smástirni í geimnum lenti í Utah

Frá undirbúningi flutnings geimhylkisins af lendingarstað í Utah í dag.
Frá undirbúningi flutnings geimhylkisins af lendingarstað í Utah í dag. AFP/NASA/Keegan Barber

Sýnið af yfirborði smástirnisins Bennu, sem lenti í geimhylki í Utah-ríki í Bandaríkjunum í dag, er það stærsta sem tekið hefur verið af smástirni í geimnum.

Talið er að sýnið vegi um 250 grömm sem er mun meiri þyngd en tvö sýni sem japönskum leiðöngrum hefur áður tekist að koma til jarðar.

Á annan milljarð kílómetra á sjö árum

Aðgerðin hófst fyrir um sjö árum og ferðalagið telur á annan milljarð kílómetra. 

Vís­inda­menn binda von­ir við að sýnið leiði í ljós nýj­ar upp­lýs­ing­ar um mynd­un sól­kerf­is­ins fyr­ir 4,5 millj­örðum ára og auki skiln­ing á því hvernig líf kviknaði á jörðinni.

mbl.is