Sýnið af yfirborði smástirnisins Bennu, sem lenti í geimhylki í Utah-ríki í Bandaríkjunum í dag, er það stærsta sem tekið hefur verið af smástirni í geimnum.
Talið er að sýnið vegi um 250 grömm sem er mun meiri þyngd en tvö sýni sem japönskum leiðöngrum hefur áður tekist að koma til jarðar.
Aðgerðin hófst fyrir um sjö árum og ferðalagið telur á annan milljarð kílómetra.
Vísindamenn binda vonir við að sýnið leiði í ljós nýjar upplýsingar um myndun sólkerfisins fyrir 4,5 milljörðum ára og auki skilning á því hvernig líf kviknaði á jörðinni.
After a journey of nearly 3.9 billion miles, the #OSIRISREx asteroid sample return capsule is back on Earth. Teams perform the initial safety assessment—the first persons to come into contact with this hardware since it was on the other side of the solar system. pic.twitter.com/KVDWiovago
— NASA (@NASA) September 24, 2023