Rigningar síðustu tveggja daga af völdum hitabeltisstormsins Ophelia hafa orsakað mikil flóð í smábænum Crisfield í Maryland-fylki í Bandaríkjunum.
Chesapeake-flóinn hefur teygt sig að miklu leyti yfir miðbæinn en Ophelia skall á land með miklum vindi og rigningu í bæði Norður- og Suður-Karólínu, Virginíu, Maryland, Delaware og New Jersey.
Crisfield mun fá um 63 milljón dollara aðstoð til að hækka vegi og gera ýmsar nauðsynlegar ráðstafanir.