Föst á hvolfi er tæki bilaði

Enginn slasaðist en tveir sögðust finna til í bringunni eftir …
Enginn slasaðist en tveir sögðust finna til í bringunni eftir atvikið. Skjáskot/TikTok

Farþegar máttu hanga á hvolfi í meira en hálfa klukkustund þegar tæki í skemmtigarði í bænum Vaughan í Ontario-fylki í Kanada bilaði. Myndskeið af TikTok sýnir að fjöldi farþega var um borð þegar bilunin gerði vart við sig. 

Atvikið átti sér stað á laugardagskvöldi í Wonderland-skemmtigarðinum en viðgerðateymi garðsins brást skjótt og öruggt við. 

Engin slys urðu á fólki en tveir farþeganna sögðust finna til í bringunni eftir atvikið. Þeir þurftu þó ekki að leita á slysadeild vegna atviksins. 

Rússíbaninn er lokaður á meðal rannsókn á biluninni fer fram. 

@jiashira_ After about 45 mins they were able to get everyone down safety 🫠😮‍💨 I’m definitely not getting on this ride any time soon! #canadaswonderland #canada #toronto #amusementpark #ridegetsstuck #scary #wtf #viral #fyp ♬ original sound - Shira 🦂
mbl.is