Loftárás Rússa í skjóli nætur

Rússar beittu 19 drónum, tveimur Onyx flugskeitum og 12 Kalibr …
Rússar beittu 19 drónum, tveimur Onyx flugskeitum og 12 Kalibr flugskeitum í árásinni en innviðir á hafnarsvæði í Ódessu varð fyrir miklum skemmdum. AFP/Stringer

Rússar framkvæmdu stóra loftárás í suðurhluta Úkraínu í nótt, að sögn úkraínska hersins.

Rússar beittu 19 drónum, tveimur Onyx-flugskeytum og 12 Kalibr-flugskeytum í árásinni en innviðir á hafnarsvæði í Ódessu urðu fyrir miklum skemmdum.

Samt sem áður tókst Úkraínumönnum að skjóta niður meirihlutann af drónum og sprengjum Rússa.

Eldur varð í vöruhúsi og íbúðarhús í úthverfi Ódessu í kjölfar árásarinnar og olli þar skemmdum.

mbl.is