Mafíuforinginn Matteo Denaro er látinn

Denaro er talinn hafa verið foringi Cosa Nostra-mafíunnar illræmdu en …
Denaro er talinn hafa verið foringi Cosa Nostra-mafíunnar illræmdu en hann hafði verið í 30 ár á flótta áður en hann náðist í janúar á þessu ári. AFP/Lögreglan á Ítalíu

Ítalski mafíuforinginn Matteo Messina Denaro er látinn. Hann var einn af eftirlýstustu mönnum Ítalíu þegar lögregla náði honum loks fyrr á þessu ári. BBC segir frá.

Hann er talinn hafa verið foringi Cosa Nostra-mafíunnar illræmdu en hann hafði verið í 30 ár á flótta áður en hann náðist í janúar á þessu ári. 

Denaro var í krabbameinsmeðferð þegar hann lést en hann var fluttur frá fangelsi yfir á spítala í síðasta mánuði. 

Talið er að Denaro hafi fyrirskipað fjölda morða á ferli sínum sem glæpaforingi.

mbl.is