Rússneskir fjölmiðlar eru grunaðir um að hafa hvatt til þjóðarmorða í Úkraínu.
Erik Mose, yfirmaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna á mannréttindabrotum í Úkraínu, greindi mannréttindadómstóli SÞ frá þessu í dag.
Hann segir að „hluti af orðræðunni í rússneskum ríkisfjölmiðlum og öðrum fjölmiðlum gæti talist vera hvatning til þjóðarmorða“.
Rannsóknarnefndin heldur áfram að rannsaka slík mál, að sögn Mose.