Himnaríki fyrir hunda

Tugir hunda leika sér þessa dagana í sundlaug í suðurhluta Englands.

Viðburðurinn nefnist „Dogtember”, sem gæti útleggst sem „Sepptember” á íslensku.

Hann fer fram í sundlauginni Saltdean Lido þar sem hundar og eigendur þeirra fá tækifæri til að svamla hamingjusamir um á hverju hausti. 

mbl.is