„Velkominn heim Frank!“

Sergei Prokópjev við lendinguna í dag.
Sergei Prokópjev við lendinguna í dag. AFP

Þrír geimfarar, tveir rússneskir og einn bandarískur, hafa snúið aftur til jarðar eftir árslanga geimför.

Geimfararnir þrír eyddu árinu í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) en geimstöðin er á sporbraut um jörðu. Geimstöðin er samstarfsverkefni fimm geimferðastofnana: Bandaríkjanna, Brasilíu, Evrópu, Japan og Rússlands. 

„Velkominn heim Frank!“ sagði NASA- geimstofnunin á Twitter, er Rubio …
„Velkominn heim Frank!“ sagði NASA- geimstofnunin á Twitter, er Rubio ásamt rússnesku geimförunum snéri heim eftir meira en ár í geimnum. AFP

Skemmdir lengdu ferðina um 6 mánuði

Geimferðastofnun Rússlands, Roskosmos, sagði geimfarana Sergei Prokópjev, Dmitrí Petelín og Francisco Rubio hafa lent rétt fyrir utan borgina Jezkazgan í Kasakstan í dag.

Mennirnir þrír ferðuðust með rússneska geimfarinu Soyuz til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á síðasta ári, en áætlað var að leiðangurinn yrði um sex mánuðir.

Þegar nær fór að draga að heimferð uppgötvaðist þó leki á geimfarinu, en talið er að loftsteinn hafi skollið á utanverðu geimfarinu og valdið skemmdum. Þurfti Rússland því að senda annað geimfar, án áhafnar, til að sækja geimfarana þrjá.

Dmitrí Petelín, annar rússnesku geimfaranna. Mennirnir voru strax bornir til …
Dmitrí Petelín, annar rússnesku geimfaranna. Mennirnir voru strax bornir til læknisskoðunar við lendingu. AFP

Lengsta geimferðin komin að lokum

Segir í tilkynningu Roskomos að Soyuz MS-23-geimfarið hafi lent klukkan 11.17 að íslenskum tíma.

Segir einnig í tilkynningunni að Prokópjev og Petelín hafi eytt 370 dögum, 21 klukkustund og 22 mínútum í geimnum, í lengsta geimflugi í sögu ISS. 

Bandaríska geimstöðin NASA staðfesti einnig lendingu geimfarana með stuttri tilkynningu á samfélagsmiðlinum X, áður þekktum sem Twitter. 

„Velkominn heim Frank! Lengsta geimferð geimfara NASA til þessa er komin að lokum. Frank Rubio er aftur á jörðu niðri eftir 371 dag,“ segir í tísti NASA.

mbl.is