Kraftmikil sprenging varð fyrir skömmu við flugvöll höfuðborgar Úsbekistan, Tashkent.
Sjónarvottar segja sprenginguna hafa orðið í vöruhúsi tollsins sem staðsett er skammt frá flugvellinum.
Mannfall af völdum sprengingarinnar liggur ekki fyrir að svo stöddu og hafa yfirvöld í landinu ekki tjáð sig um atburðinn enn sem komið er.
Af myndefni á samfélagsmiðlum að dæma má áætla að sprengingin hafi verið afar kraftmikil og að miklar skemmdir hafi orðið á byggingum og innviðum í nágrenni. Fannst höggbylgjan frá sprengingunni í allt að 30 kílómetra fjarlægð frá vöruhúsinu.
Uppfært klukkan 01.16:
Í tilkynningu úsbeska heilbrigðisráðuneytisins segir að tilkynnt hafi verið um eld um miðja nótt í vöruskemmu og að ótilgreindur fjöldi fólks hafi verið fluttur á sjúkrahús.
„Í augnablikinu er enginn alvarlega slasaður meðal þeirra,“ segir meðal annars í tilkynningunni.
„Það er einnig verið að hlúa að slösuðum á vettvangi og í nærliggjandi íbúðum.“
Just now there was a huge explosion in Tashkent, the capital of Uzbekistan. The force of the detonation was felt 30 km from the epicenter
— ACONTECENDO (@Acontece_ndo) September 27, 2023
According to initial information, the location of the explosion was a customs warehouse. There were a large number of employees in the… pic.twitter.com/JEjFpjkbJw
New video from Russian news site Mash of the explosion at a customs warehouse in Tashkent, Uzbekistan. Mash says, "The preliminary cause of the explosion in Tashkent could have been batteries for electric vehicles...The explosion was so powerful that almost nothing was left of… pic.twitter.com/CFnhPHhBeF
— Steve Lookner (@lookner) September 27, 2023