Ungur maður skotinn til bana í Stokkhólmi

Ungi maðurinn var úrskurðaður látinn á staðnum.
Ungi maðurinn var úrskurðaður látinn á staðnum. AFP/Pontus Lundahl

Ungur maður var skotinn til bana í Stokkhólmi í Svíþjóð í gær. Skotárásin var gerð við íþróttahús í borginni og var fjöldi ungra barna við æfingar á staðnum. 

Árásin varð um klukkan sjö að kvöldi að staðartíma. 

Var hinn ungi maður úrskurðaður látinn á staðnum. Að því er fram kemur í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins telur lögreglan skotárásina tengjast nýlegri bylgju skotárása í borginni. 

Nokkrir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið. 

Í gærkvöldi fór myndskeið af skotárásinni í dreifingu á samfélagsmiðlum. 

mbl.is