Meðsakborningur Trump játar sök

Scott Hall hefur játað á sig sök, fyrstur manna, um …
Scott Hall hefur játað á sig sök, fyrstur manna, um tilraun til hagræðingar á niðurstöðum kosninganna 2020. Samsett mynd

Scott Hall, fyrrum kosningaeftirlitsmaður repúblikana, hefur játað á sig sök um að hafa reynt að eiga við niðurstöður forsetakosninga Bandaríkjanna árið 2020. 

Hall játaði á sig sök gegn vægari refsingu í hljóðritaðri yfirlýsingu í dag, en hann er einn þeirra nítján sem eru ákærðir samhliða Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, fyrir tilraun til að hagræða kosningaúrslitum í Georgíuríki.

Hall samþykkti tilboð saksóknara í Georgíu um fimm ára skilorðsbundinn dóm og sekt sem nemur 5.000 dollurum eða rúmum 630.000 krónum. Hefur Hall einnig samþykkt að bera vitni gegn meintum öðrum samsærismönnum.

Er talið að vitnisburður Hall muni vera afgerandi í máli gegn fyrrverandi lögfræðingi Trumps, Sidney Powell, en hún hefur neitað allri sök í málinu. Eru Hall og Powell bæði ákærð fyrir aðild að kosningasvikum í Coffee-sýslu í Georgíuríki m.a. með því að hafa átt við kjörvélar. 

mbl.is
Loka