Unglingsstúlka varð fyrir eldingu og lést

Baylee Holbrook var klappstýra og stundaði útivist og veiðar af …
Baylee Holbrook var klappstýra og stundaði útivist og veiðar af miklum þrótti. Ljósmynd/Facebook

Hin 16 ára gamla Baylee Holbrook lést á þriðjudag eftir að hún og faðir hennar urðu fyrir eldingu. 

Samkvæmt umfjöllun BBC voru feðginin á veiðum í Flórídaríki þegar eldingu sló niður í nærstandandi tré og þaðan í feðginin. 

Bæði misstu meðvitund við lostið, en faðir Baylee rankaði síðan við sér skömmu síðar. Var Baylee þá hætt að anda og var flutt á sjúkrahús en lést tveimur dögum síðar. 

Feðginin voru á veiðum í Flórídaríki þegar eldingu sló niður.
Feðginin voru á veiðum í Flórídaríki þegar eldingu sló niður. Ljósmynd/Instagram

Varað við þrumum og eldingum 

Baylee var klappstýra og stundaði útiveru og veiðar af miklum þrótti að sögn vina hennar. Menntaskóli Baylee í Putnam-sýslu aflýsti öllum íþróttaæfingum í dag og hélt í staðinn minningarathöfn fyrir Baylee. 

Yfirvöld í Putnam höfðu varað við þrumum og eldingum á svæðinu í vikunni. Sagði í viðvörun fógetans að óveður gæti skollið á fyrirvaralaust og að eldingum gæti slegið niður allt að 16 kílómetrum frá úrkomu. 

mbl.is