Hanks: „Þetta tengist mér ekki neitt“

Tom Hanks – hinn eini sanni.
Tom Hanks – hinn eini sanni. AFP

Bandaríski leikarinn Tom Hanks segir ekkert hæft í því að hann hafi verið að leika í tannlæknaauglýsingu. Þarna hafi um fölsun verið að ræða sem var unnin með aðstoð gervigreindar.

„Það er myndskeið þarna úti sem er að kynna einhvers konar tannlækningar með gervigreindarútgáfu af mér,“ segir Hanks í færslu sem hann birti á Instagram. 

„Þetta tengist mér ekki neitt,“ bætti hann við.

Hanks hefur áður tjáð sig um þau vandamál sem kvikmyndalistin standi frammi fyrir vegna örrar framþróunar gervigreindar. Tækninni hefur fleygt hratt fram og er orðin það góð að fólk hefur áhyggjur af því að hægt sé að búa til mjög raunveruleg myndskeið þar sem hægt sé að láta nánast hvern sem er segja og gera hvað sem er. Eitthvað sem nefnist djúpfjölsun, að því er fram kemur í umfjöllun á vef breska útvarpsins.  

View this post on Instagram

A post shared by Tom Hanks (@tomhanks)

mbl.is