Lokun skemmtistaðarins fyrirskipuð í fyrra

Mínútuþögn var haldin í Murcia í morgun til minningar um …
Mínútuþögn var haldin í Murcia í morgun til minningar um fórnarlömbin. AFP/Jose Jordan

Búið var að fyrirskipa um lokun skemmtistaðarins þar sem eldur kviknaði í spænsku borginni Murcia um helgina með þeim afleiðingum að 13 létust.

Næturklúbbarnir Teatre og Fonda Milagros voru starfræktir í húsinu í útjaðri borgarinnar.

AFP

Yfirvöld borgarinnar fyrirskipuðu um lokun skemmtistaðarins í janúar í fyrra þegar fyrirtækið sem rak þá var aðeins með leyfi fyrir öðrum þeirra, Teatre, en ekki fyrir Fonda Milagros sem var opnaður síðar.

„Við ætlum að rannsaka hverjir bera ábyrgð á þessu,” sagði varaborgarstjórinn, Antonia Navarro, án þess að útskýra nánar hvers vegna næturklúbbarnir voru enn starfræktir.

Slökkviliðsmenn að störfum við skemmtistaðinn í morgun.
Slökkviliðsmenn að störfum við skemmtistaðinn í morgun. AFP/Jose Jordan

Í mars í fyrra var vísað frá áfrýjunarmáli um lokun skemmtistaðarins og í október í fyrra var fyrirtækinu sem rekur þá sagt una niðurstöðunni.

Allir hinir látnu fundust í næturklúbbnum Fonda.

mbl.is
Loka