Leit stendur enn yfir í rústum spænsks skemmtistaðar sem brann aðfaranótt sunnudags.
13 eru látnir og óttast er að fleiri lík eigi eftir að finnast í rústunum.
Eldurinn virðist hafa brotist út í byggingu sem hýsti næturklúbbana Teatre og Fonda Milagros í borginni Murcia á suðausturhluta Spánar.
Maður að nafni Jairo, sem sagðist vera faðir eins af fórnarlömbunum, sagði fréttamönnum að 28 ára dóttir sín hefði verið inni á skemmtistaðnum. Hann hafði ekkert heyrt frá henni síðan hún sendi honum raddskilaboð klukkan 6.06 um morguninn.
„Mamma, ég elska þig, við erum að fara að deyja, ég elska þig mamma,” heyrðist í ungri konu grátandi á upptökunni á sama tíma og fólk í kringum hana kallaði eftir því að ljósin yrðu kveikt.
Viðbragðsaðilar sögðu á samfélagsmiðlinum X að slökkviliðsmenn væru að störfum á vettvangi og útilokuðu þeir ekki að fleiri fórnarlömb ættu eftir að finnast.