Sakaðir um kynferðislega misnotkun

Mike Jeffries.
Mike Jeffries. AFP

Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri fataverslunarkeðjunnar Abercrombie & Fitch, og sambýlismaður hans, Matthew Smith, hafa verið sakaðir um kynferðislega misnotkun á ungum karlmönnum.

Rannsókn BBC hefur leitt í ljós að þeir Jeffires og Smith hafi í nokkur ár skipulagt net og notað milliliði til að finna unga menn til að taka þátt í kynsvalli.

Átta menn hafa greint BBC frá því að þeir hafi verið viðstaddir þessa viðburði og sumir þeirra hafa sagst hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi. Hvorki Jeffires né Smith hafa viljað tjá sig við BBC um málið.

Tveir fyrrverandi saksóknarar í Bandaríkjunum, sem fóru yfir skjöl og vitnisburði sem BBC afhjúpaði, hafa kallað eftir rannsókn til að skera úr um hvort ákæra eigi þá Jeffries og Smith fyrir mannsal en mennirnir ungu sem tóku þátt í kynsvallinu segjast hafa fengið greiðslur fyrir að mæta.

mbl.is