Tveir látnir eftir árás bjarndýrs

Grábjörn. Mynd úr safni.
Grábjörn. Mynd úr safni.

Grábjörn réðst á tvo ferðalanga í þjóðgarðinum í Banff í Kanada á föstudaginn með þeim afleiðingum að þeir létust. 

Þjóðgarðsverðir fengu GPS-merki til sín sem gaf til kynna að bjarnarárás ætti sér stað. Viðbragðsteymi var þegar ræst út en átti erfitt með að komast á staðinn vegna veðurs. Ekki var hægt að notast við þyrlu til að komast á staðinn og þurftu því björgunarsveitarmenn að að ferðast á jörðu niðri.

Dýrið fellt

Þegar þangað var komið fundu björgunarsveitarmenn tvo látna. 

Viðbragðsaðilarnir urðu varir við bjarndýr á svæðinu sem sýndi af sér ógnandi hegðun. Dýrið var fellt til þess að tryggja öryggi ferðamanna.

CBC segir að svæðið í kringum líkfundinn verði lokað þangað til komist verður til botns í málinu. 

mbl.is