Skutu niður 29 dróna og eitt flugskeyti

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP

Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 29 íranska árásardróna og eitt flugskeyti frá rússneskum hersveitum á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014.

Fram kemur í tilkynningu frá úkraínska flughernum að flugskeytið hafi verið skotið niður í nótt, ásamt 29 af þeim 31 dróna sem Rússar sendu á loft. 

Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, hafa varað Rússa við því að hefja á nýjan leik loftárásir á úkraínska orkuinnviði, sem höfðu þær afleiðingar í fyrra að milljónir manna voru án hita og vatns um langa hríð.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hvatti Evrópusambandið fyrr í vikunni til að herða refsiaðgerðir sínar gegn Rússum og einnig Írönum fyrir að útvega rússneskum hersveitum árásardróna.

mbl.is

Bloggað um fréttina