Þúsundir mótmælenda hafa safnast saman á götum Beirút, höfuðborgar Líbanon, til að mótmála árás á sjúkahús á Gasasvæðinu þar sem hundruð hafa látist. Mótmælendur hafa meðal annars safnast saman við sendiráð Bandaríkjanna og Frakklands.
Mótmælendur hafa reynt að brjóta sér leið inn í sendiráðsbyggingu Bandaríkjanna þar sem öryggissveitir standa vörð. Nú rétt í þessu bárust fregnir af því að táragasi hafi verið beitt gegn hundruð manna sem eru við sendiráðið.
Nokkur glundroði er við sendiráðið og Zeina Khodr fréttamaður Al-Jazeera átti fótum sínum fjör að launa þegar mótmælendur köstuðu steinum og virtust að sögn hennar vera að reyna að brjóta sér leið inn í víggirta sendiráðsbygginguna.
Þustu mótmælendur út á götu eftir að Hisbollah samtökin lýstu því yfir að morgundagurinn yrði „dagur reiði“ meðal borgara landsins í kjölfar sprengjuárásar á spítala á Gasa-svæðinu.
#Lebanon protesters outside US embassy - chaos - tear gas - rocks - pic.twitter.com/l8gV6tUkuN
— Zeina Khodr (@ZeinakhodrAljaz) October 17, 2023
Footage from Lebanon
— Hussein (@EyesOnSouth1) October 17, 2023
Protesters set something on fire inside the US embassy’s parameters, heavy clashes with Lebanese security forces https://t.co/tWmsCz1dSc pic.twitter.com/tsVFPQhxRu