Reyna að brjótast inn í bandaríska sendiráðið

Mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna.
Mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna. AFP

Þúsundir mótmælenda hafa safnast saman á götum Beirút, höfuðborgar Líbanon, til að mótmála árás á sjúkahús á Gasasvæðinu þar sem hundruð hafa látist. Mótmælendur hafa meðal annars safnast saman við sendiráð Bandaríkjanna og Frakklands.

Mótmælendur hafa reynt að brjóta sér leið inn í sendiráðsbyggingu Bandaríkjanna þar sem öryggissveitir standa vörð. Nú rétt í þessu bárust fregnir af því að táragasi hafi verið beitt gegn hundruð manna sem eru við sendiráðið. 

Nokkur glundroði er við sendiráðið og Zeina Khodr fréttamaður Al-Jazeera átti fótum sínum fjör að launa þegar mótmælendur köstuðu steinum og virtust að sögn hennar vera að reyna að brjóta sér leið inn í víggirta sendiráðsbygginguna. 

Þustu mótmælendur út á götu eftir að Hisbollah samtökin lýstu því yfir að morgundagurinn yrði „dagur reiði“ meðal borgara landsins í kjölfar sprengjuárásar á spítala á Gasa-svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka